3.8.2009 | 23:44
Ljúfengt lambafilé
Mánudagur 3. ágúst 2009
Í dag komum við fjölskyldan heim úr Verslunarmannahelgartúrnum sem að þessu sinni var fjölskylduhátíðin "Unnarholtskot 2009". Þar býr Kristín Erla mágkona ásamt fjölskyldu og voru Inga og allar systurnar mættar í heimsókn ásamt fjölskyldum (sjá bloggfærslur síðustu daga). Við skelltum okkur beint í sund við heimkomuna og seinni parturinn fór í að undirbúa matarboð sem við héldum nú í kvöld fyrir móðursystur mína, Siggu og hennar mann, Steen. Þau búa í Danmörku en eru nú í heimsókn á Íslandi. Þau hafa gegnum tíðina tekið konunglega á móti manni þegar maður hefur verið staddur í Danmörku, þannig að það er bara gaman að fá þau í heimsókn hingað í Mosó og reyna að gera eitthvað fyrir þau. Venjulegast reynum vð að grilla fisk saman þegar þau koma í mat en þar sem hann er ekki auðfundinn á frídegi verslunarmanna, var ráðist í ljúfengan og þjóðlegan kost; lambafilé. Maturinn heppnaðist frábærlega hjá Ingu og kvöldið skemmtilegt!
Mynd dagins er af kvöldverðarborðinu nú í kvöld þar sem við snæddum ljúfengt lambafílé. Frá vinstri: Steen, Sigga, Magnús Árni, mamma, pabbi, Inga og Ágúst Logi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.