3.8.2009 | 23:10
Tekið á því í traktoratorfæru
Laugardagur 1. ágúst 2009
Hátíðin mikla, "Unnarholtskot 2009", hélt áfram í dag en við fjölskyldan erum stödd þar um helgina ásamt systrum Ingu og fjölskyldum þeirra. Eftir morgunverð fóru sumir í jóga en aðrir í útileiki. Eftir pylsugrill var haldið á Flúðir þar sem við fylgdumst með heimsmeistaramóti í traktoratorfæru ásamt tæplega 3000 öðrum. Þar fóru hver keppandinn á fætur öðrum á glæsilegum traktorum gegnum nær ófæra torfærubraut. Ótrúlegt hvað traktorar komast en auðvitað var skemmtilegast þegar traktorarnir fóru nánast á bólakaf í brautinni. Þegar til baka var komið sló fjölskyldan upp risagrillveislu. Eftir kvöldmatinn fóru svo margir í hópnum á alveg magnaða tónleika hljómsveitarinnar "Ljótu hálvitarnir". Þó ég hafi varla heyrt eitt lag með þessari hljómsveit fyrir tónleikanna voru þeir stórkosleg skemmtun fyrir alla viðstadda og mátti ekki á milli sjá hvort Magnús Árni (6 ára) eða Kristinn Þór (8 ára) skemmtu sér betur en þeir fullorðnu, þó þeir hafi verið í miklum meirihluta í félagsheimilinu á Flúðum nú í kvöld. Alveg ótrúlega gaman og sannarlega hægt að mæla með þessum ljótu en skemmtilegu hálfvitum sem frábærri skemmtun.
Þar sem engin myndavél var tekin með á tónleika Ljótu hálvitanna, valdi ég mynd frá torfærukeppninni í dag sem mynd dagsins. Þar sést einn keppandinn taka á því í brautinni og vonandi skilar myndin stemningunni sem ríkti í blíðunni í dag. Alveg frábær dagur í góðum hópi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.