3.8.2009 | 22:41
Fjölskylduhátíð á Flúðum!
Föstudagur 31. júlí 2009
Nú undir kvöld skelltum við fjölskyldan okkur á Flúðir. Nánar tiltekið í Unnarholtskot, rétt utan við Flúðir, en þar býr Kristín Erla systir Ingu ásamt fjölskyldu. Ætlunin er halda þar meiri háttar fjölskylduhátíð um helgina en allar systur Ingu (þær eru alls fjórar systurnar) ætla að hittast þar með börnum og buru. Það verður án efa líf í tuskunum alla helgina.
Mynd dagsins er að systurunum fjórum ásamt fjölskyldumeðlimum við kvöldverðarborðið. Gaman var að allir voru mættir í helgarfjörið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.