Af stað í sumarbústað

Þriðjudagur 28. júlí 2009

Í blíðunni í dag drifum við okkur fjölskyldan (ásamt fósturdrengjunum tveimur) í sumarbústað fjölskyldunnar sem er staðsettur í Úthlíð í Biskupstungum. Bústaðurinn er þar á besta stað og er ætlunin að við fjölskyldan verðum þar fram á fimmtudag. Alltaf mjög gaman að fara í sumarbústað!

 

IMG_5203[1]

Mynd dagsins er af sumarbústaðnum góða en ég hef ekki áður sýnt mynd af honum hér á síðunni. Bústaðnum fylgja reyndar þrjú minni hýsi; gestahús, potthús og geymslu-/eldhús. Þau sjást nú lítið á þessari mynd en þetta er mikill sælureytur. Af svölunum sem sjást á þessari mynd er útsýni beint yfir á Heklu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband