13.7.2009 | 00:05
Bragðgóður hákarl í Bjarnarhöfn
Sunnudagur 12. júlí 2009
Í dag vöknuðum við fjölskyldan í hrauninu við Snæfellsjökul í blíðskaparveðri en við fórum við gær í stutta ferð á Snæfellsnes (sjá færslu gærdagsins). Eftir að hafa dundað okkur fram undir hádegi skoðuðum við Lóndranga og Þúfubjarg. Svo var farið að dóla af stað í átt að höfuðborginni en á leiðinni var ákveðið að stoppa í Bjarnahöfn sem er án efa frægasti hákarlaverkunarstaður landsins. Það er mjög gaman að koma í Bjarnarhöfn en staðurinn hefur veriði mikill hákarlaveiði og -verkunarstaður gegnum aldirnar. Þar er í dag skemmtilegt safn um hákarlaútgerðina og lífið á bænum og fengum við fjölskyldan góða fræðslu frá heimafólki um þessi mál. Rúsínan í pylsuendanum er svo að fá að skoða hákarlaverkunina en í dag er mikið magn af hákarli verkað þarna. Auðvitað verða svo allir að fá að smakka - og hákarlinn þarna er ótrúlega bragðgóður!
Mynd dagsins er af mér að bragða á "uppskerunni" í hákarlaverkunarstöðinni Bjarnarhöfn. Alveg hreint gríðarlega gómsætur hákarl
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.