Fótboltaferð til Akureyrar

Fimmtudagur 18. júní 2009

Seinni partinn í dag brá ég mér í stutta ferð til Akureyrar. Knattspyrnulið Aftureldingar í meistaraflokki karla var að fara að keppa við KA í bikarkeppni KSÍ. Mér bauðst að fara með sem liðsstjóri í forföllum beggja aðal liðstjóranna. Þrátt fyrir sól og blíðu í höfuðborginni var skýað, vindur og skítakuldi á Akureyri í kvöld. Flogið var báðar leiðir með Flugfélagi Íslands og ég var kominn heim upp úr kl 10. Þrátt fyrir að hafa sinnt liðstjóra hlutverkinu af mikilli alúð Tounge dugði það ekki til og heimamenn í KA fóru með sigur af hólmi, 3-1. Engu að síður bara skemmtilegt að fara með í þessa ferð og kíkja aðeins á Akureyri.

 

fotAkureyri

Mynd dagsins er tekin úr liðsstjórasætinu af varmannabekknum á Akureyrarvelli í kvöld. Leikurinn í fullum gangi og í forgrunni er Ólafur þjálfari að gefa skipanir til sinna manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband