17.6.2009 | 23:58
Hæ, hó jibbbý jeiii!!!!
Miðvikudagur 17. júní 2009
Fjölskyldan var löt fyrir hádegi á Þjóðhátíðardeginum en kl. 13 vorum við mætt niður á hátíðartorgið í hér í Mosó, þar sem ræður voru fluttar og söngvar sungnir áður en gengið var í hefðbundinni skrúðgöngu að Hlégarði. Á túninu við Hlégarð var hefðbundin mosfellsk skemmtidagskrá og leiktæki. Það var frábært verður og óvenju mikið að fólki. Að loknu sprelli og spjalli við sveitungana fórum við inn í Hlégarð á árlega kaffisölu Knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem við gerðum okkar til að vinna á hlaðborðinu sem var í boði. Rétt að taka fram að Inga lagði fram eina köku á hlaðborðið (eins og alltaf ). Þegar heim var komið var horft á spennandi handboltalandsleik í sjónvarpinu. Mamma og pabbi komu í heimsókn og keti var skellt á grillið. Flottur 17. júní!!!
Mynd dagsins tók Inga af okkur Magnúsi að horfa á skemmtiatriðin á túninu fyrir utan Hlégarð. Margt var um manninn og ég tók Magnús á háhest svo hann sæi upp á sviðið. Ágúst Logi var fjarri góðu gamni en þessa dagana dvelst hann hjá Kristínu mágkonu og fjölskyldu, sem búa við Flúðir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.