Afmælisplokkfiskur

Þriðjudagurinn 16. júní 2009

Í dag á Sævar, einn besti vinur minn afmæli. Í tilefni þess fórum við nokkrir félagar út að borða í hádeginu í dag. Þetta var ákveðið með litlum fyrirvara en það þarf ekkert að vera neitt verra. Fyrir valinu var veitingastaðurinn Þrír frakkar og var uppáhaldsréttur okkar flestra á borðum - plokkfiskur. Hann er ótrúlega góður hjá Úlfari veitingamanni og félögum á Þremur frökkum. Að sjálfsögðu var margt spjallað og skeggrætt undir borðum eins og vera ber - mikið stuð Smile

IMG_0849[1]

Mynd dagsins er úr hádeginu í dag - plokkfiskur á borðum í afmælinu. Á myndinni eru frá vinstri. Hannes, ég, Rúnar, Valli, Jón G., Kiddi og Sævar afmælisdrengur Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel valið að taka plokkarann á þremur frökkum! Stendur alltaf fyrir sínu og mér þykir miður að mér tókst ekki að ná honum í þessari Íslandsferð!

Cheers, mate!

Eiríkur Orri Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband