15.6.2009 | 22:25
Ættleiðing álfadrengsins Árna Hrafnars
Mánudagurinn 15. júní 2009
Fyrir nokkru tók ég að mér að ættleiða álfadrenginn Árna Hrafnar. Árni er reyndar álfa-dúkka en ættleðing hans er liður og endapunktur í mjög skemmtilegu álfa-ættleiðingarverkefni sem framkvæmt var eftir hygmynd sem komin er frá Jóhönnu Jakobsdóttur, verkstjóra vinnustofu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Alls gerðu Jóhanna og hópur heimilismanna í Hafnarfirði í sameiningu, 10 skemmtileg álfabörn sem boðin voru ábyrgum foreldrum til ættleiðingar (greinilegt að Jóhanna þekkir mig ekki vel ;-). Öll álfabörnin fengu nöfn í höfuðið á skapara sínum úr vinnuhópnum og svo ættarnafn eftir Hrafnistu. Eins og við ættleiðingar mannabarna þurftu tilvonandi fósturforeldrar að punga út nokkurri upphæð til ættleiðingarinnar en þeir fjármunur munu renna óskiptir til Barnaspítala Hringsins. Síðasta föstudag var fjallað um þetta verkefni í heilsíðu grein í Morgunblaðinu, fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur. Í dag fékk ég minn álfadreng afhentan við virðulega athöfn - nú er bara að standa sig í foreldrahlutverkinu
Mynd dagsins er af mér að taka við álfadrengum Árna Hrafnari. Með mér á myndinni eru Jóhanna og Ósk, tveir af aðalsköpurum Árna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.