15.6.2009 | 22:11
Áfram Ísland!
Sunnudagur 14. júní 2009
Í dag fórum við feðgar ásamt Rúnari Inga frænda, frá Akureyri, á handboltalandsleik í Laugardalshöll. Þar fór fram leikur Íslands og Noregs í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Austurríki árið 2010. Laugardalshöllin var troðfull og mikið fjör. Ísland hafði undirtökin í leiknum nær allan tíman en Normenn náðu að koma í restina og jafna leikinn sem endaði 34-34. Strákarnir skemmtu sér mjög vel á leiknum þó Magnús Árni hafi verið orðinn dáldið þreyttur á hávaðanum undir lokin.
Mynd dagsins er af landsleiknum í Laugardalshöllinni. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur þó úrslitin hefðu mátt vera betri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.