3 systur og strákasúpa

Föstudagur 12. júní 2009

Það var fjölmenni við matarborðið hjá okkur í Hrafnshöfðanum nú í kvöld. Kristín Erla systir Ingu , sem býr á Flúðum, var í bænum ásamt börnum og Jóna systir Ingu, sem býr á Akureyri var einnig í kaupstaðarferð ásamt Rúnari syni sínum. Við hittumst öll og borðuðum saman, að undanskilinni Önnu Dagbjörtu, dóttur Kristínar, sem fór frekar í Kringluna með ömmu sinni. Eins og gefur að skilja var mikið fjör í kvöldmatnum þegar systurnar þrjár komu saman ásamt 6 strákum (ég talinn með) - mjög gaman SmileSmileSmile  

IMG_0828[1]

Mynd dagsins er af kvöldverðarborðinu í Hrafnshöfðaunum í kvöld. Á myndinni eru frá vinstri: Inga, Þorsteinn litli, Ágúst Logi, Magnús Árni og Rúnar Ingi. Næst á myndinni eru Kristinn Þór, Kristín Erla og Jóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband