Púttað í sólinni

Fimmtudagurinn 11. júní 2009

Seinni partinn í dag tók ég þátt í púttmóti hjá golfklúbbi starfsmannafélaganna á vinnustað mínum, Hrafnistu. Meðal starfsmanna er starfandi öflugur golfklúbbur sem stendur fyrir kennslu og nokkrum golfmótum á hverju ári. Við Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði er staðsettir 18 holu pútt-vellir sem eru mjög vinsælir meðal heimilisfólks og starfsfólks. Í dag var semsagt starfsmannamót á vellinum í Hafnarfirði. Það var fín þátttaka og blíðskapar veður meðan mótið fór fram. Ég er nú mjög lítill golfari en mér gekk bara ágætlega Tounge

IMG_0807[1]
 

Mynd dagsins er frá púttvellinum við Hrafnistu í Hafnarfirði og sýnir púttmót starfsmannafélagsins í fullum gangi. Það var glampandi sól meðan mótið fór fram og mjög gaman Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband