Gullmolinn Garðskagaviti

Miðvikudagur 10. júní 2009

Seinni partinn í dag var ég staddur við Garðskagavita sem er út á Reykjanestá, rétt við þorpið Garðinn. Úti var glampandi sól og nánast logn. Svæðið við vitanna hefur verið tekið í gegn á síðustu árum og er nú orðið mjög skemmtilegur ferðamannastaður t.d. komin áhugaverð upplýsingakort um svæðið. Þarna er falleg sand-strandlegja með mjög miklu fuglalífi. Jafnframt er aðgenig að gamla vitanum orðið mjög gott og skemmtilegt og mikið útsýni í góðu veðri. Við vitanna er svo listagallerý og byggðasafn. Mæli með þessum stað sem fínasta sunnudagsbíltúr - sannarlega gullmoli þar sem hægt er að eiga fínan dag.

garðskagaviti

Mynd dagsins er af Garðskagavita í dag. Reyndar eru vitarnir tveir, sá sem er nær var byggður upp úr 1940 en sá sem er fjær var byggður fyrir árið 1900. Myndin er tekin af svölunum á safninu við vitanna en á 2. hæð safnsins er staðsett kaffihús þar sem var æðislegt að sitja í sólinni í dag, horfa út á sjóinn og njóta lífsins Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband