10.6.2009 | 00:02
Sumarfríið byrjað á sýklaheimsókn
Þriðjudagurinn 9. júní 2009
Sumarfríið hans Ágústar Loga byrjaði formlega í gær. Það byrjaði nú kannski ekki nógu skemmtilega þar sem undir kvöld var kappinn komin undir sæng strax eftir kvöldmat með hausverk og flökurleika. Þetta versnaði frameftir kvöldi en undir miðnætti tókst honum að loks að sofna. Í dag tók Ágúst Logi rólega og hafði það bara nokkuð gott undir sænginni - las bækur, spilaði PlayStation o.fl. Hann var allur að braggast seinni partinn og alveg til í að vera á ljósmynd dagsins.
Mynd dagsins er því af sumarleyfisdrengnum Ágústi Loga undir sæng að láta sér batna. Þó sumarfríið hafi ekki byrjað vel var hann nú allur að braggast nú undir kvöld, búinn að fá Halla vin sinn í heimsókn og verður klár í slaginn á morgun til að byrja sumarfríið með stæl!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.