9.6.2009 | 23:46
Félaginn mikli, hún Feisbúkk
Mánudagurinn 8. júní 2009
Ég held að ég verði að hafa einn dag í ljósmyndadagbókinni minni tengdan vefsíðunni facebook.com. Ég hef verið skráður notandi þar síðan í byrjun febrúar á þessu ári. Feisbúkk er alveg magnað fyrirbæri þar sem maður getur ræktað vini og vandamenn um allan heim. Ég ætla svo sem ekki að vera lýsa þessu tengslaneti eitthvað frekar hér. Hins vegar get ég sagt að þetta er mjög skemmtilegt og maður getur fylgst með og haft samband fjölda aðila sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni. Suma af "vinum" mínum hafði ég ekki heyrt eða séð jafnvel í áratugi. Feistbúkkina þarf þó að nota varlega, hún getur verið alger tímaþjófur en mjög sniðug ef maður heldur sig innan skynsamlegra marka.
Mynd dagsins er af mér við töluvuna að feisbúkkast. Feisbúkkinn er merkilegt fyrirbæri sem getur verið mjög skemmtilegt ef það er notað í hófi!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.