8.6.2009 | 21:17
Minningaöldur Sjómannadagsins
Sunnudagur 7. júní 2009
Í dag var Sjómannadagurinn og þá er í mörg horn að líta í tengslum við vinnu mína. Ég byrjaði daginn í minningarathöfn um drukknaða sjómenn sem haldin er við "Minningaröldurnar" við Fossvogskirkjugarð. Svo var ég mættur í Sjómannamessu í Dómkirkjunni áður en haldið var í ferð með Ingu minni milli hátíðarhalda á Hrafnistuheimilunum en þar er jafnan mikið um dýrðir á þessum degi.
Mynd dagsins tók ég við Minningaröldurnar við Fossvogskirkjugarð en á þetta minnismerki eru letruð nöfn allra sjómanna sem drukknað hafa síðustu áratugi. Á sjómannadaginn er árlega haldin stutt minningarathöfn og lagður blómsveigur hinum látnum sjógörpum til heiðurs. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar standa heiðursvörð við athöfnina ásamt dómsmálaráðherra en þau voru að þessu sinni aðstoðuð af sjóliðum af norsku herskipi. Þetta var mjög tignarleg og falleg athöfn. Myndin sýnir Einar Jónsson trompetleikara leika við athöfnina við minningaröldurnar og í baksýn er heiðursvöðurinn.
Athugasemdir
Sæll Pétur, þakka þér fyrir þessa góðu síðu. Ég hef gaman af að líta inn hjá þér. Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba.
Hólmfríður Pétursdóttir, 9.6.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.