8.6.2009 | 21:16
Síkátir sjóarar
Laugardagur 6. júni 2009
Vegna starfa minna fyrir Sjómannadagsráð (eiganda Hrafnistuheimilanna) fórum við Inga nú í kvöld á árlegt Sjómannadashóf. Hófið var að þessu sinni haldið á hótel Nordica Hilton. Þar var boðið upp á glæsilega þriggja rétta sjómannamáltíð. Veislustjórn var í höndum hins eina sanna Gísla Einarssonar fréttamanns, og Örn Árnason leikari og Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir sáu um skemmtiatriðin. Á eftir var dansleikur fram á nótt. Við Inga skemmtum okkur vel í góðum hóp en vorum þó komin snemma heim þar sem framundan er strembinn dagur.
Mynd dagsins er frá Sjómannadagshófinu á hótel Nordica Hilton. Þarna voru sjómenn, makar og ýmsir snillingar. Þrátt fyrir að vita engin deili á þessum köppum valdi ég þessa mynd til að minna mig á að lífið á að vera skemmtilegt. Þessir síkátu sjóarar eru greinilega alveg með það á hreinu en þeir stilltu sér upp í myndatöku með höfðingjanum Bigga Björgvins og eiginkonu hans
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.