Borgari á Búllunni

Miðvikudagurinn 3. júní 2009

Í dag fórum við feðgarnir á Dalbrautina og heimsóttum langömmu (= ömmu mína) sem verður hvorki meira né minna en 100 ára síðar í þessum mánuði. Meira um hana síðar þegar stórafmælið verður. Eftir heimsóknina - og þar sem Inga var að vinna fram á kvöld - fórum við feðgar á einn skemmtilegasta veitingastað landsins, Hamborgarabúlluna niður við höfn. Þeir bræður voru að koma þarna í fyrsta skipti en ég hef komið þarna 3-4 sinnum áður gegnum tíðina. Við feðgarnir borðuðum allir "Tilboð aldarinnar" sem er hamborgari að hætti hússins með frönskum og kók - hrikalega gott stundumSmile Það er ótrúlega sérstakt að koma inn á þennan stað, sennilega minnsta veitingastað landsins (í fermetrum). Mjög sérstök stemming þarna inni og hún bara jókst þegar Magnús þurfti á klósettið, þá var okkur hleypt inn fyrir afgreiðsluborðið fram hjá eldsteikjandi kokkunum og inn í smáholu innst í húsinu. Innréttingarnar eru alveg snilld, andrúmsloftið kúl og maturinn fínn. Mæli með að fólk geri sér hreinlega menningarferð inn á þennan stað Smile

IMG_0721

Mynd dagsins er af Magnúsi og Ágústi á Hamborgarabúllunni að snæða "Tilboð aldarinnar". Mjög gaman að koma á þennan veitingastað sem óhætt er að kalla einn óvenjulegasta veitingastað landsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband