3.6.2009 | 19:35
Lífspeki Dalai Lama
Þriðjudagur 2. júní 2009
Í dag fórum við Inga í Laugardalshöll að hlýða á fyrirlestur Dalai Lama, trúarleiðtogans frá Tíbet, sem staddur var hér á landi. Uppselt var á viðburðinn og líklegast um 3000-5000 manns. Held að það sé svo sem ekki ástæða til að rekja hér sorglega sögu um yfirgang Kínverja í Tíbet, útlegð Dalai Lama og friðsamlega baráttu hans fyrir þjóð sína. Fyrirlestur eða spjall Dalai Lama var mjög áhugavert og var í stuttu máli um að tileinka sér góðar venjur og atferli í leiðinni að lífshamingjunni. Sannarlega áhugaverður maður og ekki annað hægt en að heillast af lífsspeki þeirri sem maðurinn lifir eftir. Mjög áhugavert.
Þar sem ekki var leyft að taka myndir inni í Laugardalshöll á fyrirlestri Dalai Lama, ákvað ég að velja mynd af röðinni fyrir utan Laugardalshöll sem mynd dagsins. Allt þetta fólk var að bíða eftir að komast inn. Röðin gekk nú bara ótrúlega vel en hún náði nánast út af hringtorginu við Ásmundarsafn þegar lengst var. Ein stærsta röð sem ég hef séð hér á landi en fyrir flesta, líklegast þess virði að bíða.
Athugasemdir
Ég hef heyrt hana betri hjá fegurðardrottningum. World peace, love, we are all the same. Hvað stendur uppúr hjá þessum loddara?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.