30.5.2009 | 21:54
Tölt að Tröllafossi
Laugardagurinn 30. maí 2009
Við fjölskyldan höfðum "letidag" fyrri hluta dagsins í dag. Hriklega þægilegt stundum og við fórum ekki úr náttfötunum fyrr en eftir hádegi þegar ákveðið var að við myndum skella okkur í gönguferð inn í Mosfellsdal. Nánar tiltekið tókum við okkur til og gengum upp með mjög fallegu gili Leirvogsár sem endar við mjög glæsilegan foss sem heitir Tröllafoss. Veðrið var hið fínasta og á leiðinni sáum við mjög ágenga krumma, nokkur brotin egg sem höfðu orðið fyrir barðinu á þeim og fallegar hvítar rjúpufjaðrir. Eftir að hafa farið ofan í gilið á nokrum stöðum, skoðað fossinn og vaðið í lækjum á leiðinni, var farið í sund og loks gómsætu kjötið skellt á grillið þegar heim var komið. Tröllafoss og gilið við Leirvogsá eru mjög falleg og skemmtileg gönguleið fyrir fjölskylduna, bara steinsnar frá Höfuðborginni.
Mynd dagsins er af Ágústi Loga og Magnúsi Árna að vaða í einum af lækjunum sem liggja í Leirvogsá, rétt við Tröllafoss. Ótrúlegt hvað það er alltaf vinsælt hjá krökkunum að vaða og sulla - jafnvel þó vatnið sé ískallt! Mjög skemmtilegur dagur í dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.