28.5.2009 | 00:21
Kjúklingabitar á karlakvöldi
Miðvikudagur 27. maí 2009
Það er margt sem hefði verið hægt að velja í dag fyrir ljósmyndadagbókina en þar sem kvöldið fór að töluverðu leiti í að horfa á úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu, verður það fyrir valinu. Það voru stórliðin Barcelóna og Manchester United sem áttust við og sigraði Barcelóna 2-0. Þar sem Inga var á kvöldvakt í kvöld gátum við karlarnir á heimilinu horft á leikinn í friði Afi Magnús (pabbi) kíkti í heimsókn til að horfa á leikinn með okkur og þar sem þetta var úrslitaleikurinn var ákveðið að splæsa í kjúklingabita frá KFC fyrir karlakvöldið okkar.
Mynd kvöldsins er af kjúklingaáti á Karlakvöldinu. Mjög góður matur með boltanum á svona karlakvöldi - sló alveg í gegn hjá okkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.