Óvissuferð: sjóstöng og Sálarball!

Laugardagurinn 23. maí 2009

Aldeilis annasamur dagur í dag. Eftir að hafa verið dómari í fótboltamóti hjá Ágúst Loga frá kl 9-14:30 fór ég beint í óvissuferð með hópi æskufélaga af Skaganum, en hópurinn kallar sig Club'71. Við spilum saman fótbolta einu sinni í viku yfir vetrartímann og hittumst auk þess 2-3 á ári og gerum eitthvað skemmtilegt. Í dag var semsagt óvissuferð á dagskrá sem skemmtinefnd klúbbsins hafði skipulagt. Við byrjuðum á að fara upp á Akranes og skelltum okkur í sjóstangaveiði. Þegar í land var komið var farið með mannskapinn í sund og borðuðum svo fínustu nautasteik þegar leið á kvöldið ásamt glæsilegum desert. Um miðnætti fóru flestir upp í rútu og hópurinn skellti sér í Mosfellsbæinn þar sem rúmlega 700 manns voru á dansleik í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Sálin hans Jóns míns. Þetta var hrikalega skemmtilegur dagur sem heppnaðist glæsilega!

IMG_0570
 

Mynd dagsins er af hópnum að gæða sér á nautasteik. Að þessu sinni voru í hópnum (frá vinstri): Maggi, ég, Þorvaldur, Valli, Höddi Svavars, Jón Sigurðs (gestur), Siggi Sig, Auðunn, Jón Bjarni, Sævar, Jón Eiríkur, Svenni, Elvar og Doddi. Á myndina vantar Hannes og Rúnar og Ástþór og Gurra sem kíktu líka aðeins á okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband