Fundahöld á Fjörukránni

Miðvikudagur 20. maí 2009

Lunganum af deginum í dag (og reyndar kvöldinu líka) varði ég inni á Fjörukránni í Hafnarfirði. Þar var ég á vorfundi Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu (FSÍÖ). Um 80 þátttakendur voru á fundinum sem heppnaðist mjög vel í þessu annars óvenjulega fundaumhverfi. Í lok fundar var farið í móttöku til bæjarstjórans í Hafnarfirði í Bungalowið, sem er nýuppgert, sögufrægt hús í Firðinum. Að móttöku lokinni var haldið aftur á Fjörukránna þar sem okkur var boðið upp á ljómandi fínan kvöldverð og víkingasöng.

IMG_0513[1]
 

Mér fannst vel við hæfi að mynd dagsins væri af Fjörukránni. Aldeilis mjög vel heppnað fyrirbæri í ferðamennskunni hér á landi. Mjög gaman að koma þarna og gaman að sjá metnaðinn í öllum smáatriðum í starfseminni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband