19.5.2009 | 00:17
Smjattað á poppi með Englum og djöflum
Mánudagur 18. maí 2009
Í kvöld skelltum við Inga okkur í bíó og sáum myndina Englar og djöflar. Myndin er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Dan Browns sem einnig samdi bókina DaVinci-lykillinn sem er ein vinsælasta bók síðari ára. Það er töluvert síðan ég las bókina Englar og djöflar og hafði gaman af, jafnvel fannst mér sú bók betri en DaVinci-lykillinn. Sagan gerist á einni kvöldstund í Vatíkaninu og á strætum Rómarborgar, án þess að ég vilji upplýsa söguþráðinnn um of. Myndin var bara hin mesta skemmtun og mæli ég með henni fyrir þá sem höfðu gaman að DaVinci-lyklinum. Ekki spillir að hafa nóg af poppi og kóki með.
Mynd dagsins er af mér við auglýsingaskilti fyrir myndina Engla og djöfla til að minna mig á bíóferðina. Mjög skemmtileg kvikmynd og við Tom Hanks (aðalleikari myndarinnar) tökum okkur bara vel út
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.