17.5.2009 | 15:18
Skólaţing Mosfellsbćjar
Laugardagur 16. maí 2009
Aldeilis ljómandi skemmtilegur dagur međ frábćru veđri og margt ađ gerast hjá mér í dag. Af ţví ađ fyrr í vikunni var mynd tengd Júróvisión og í gćr var sólarmynd, ákvađ ég ađ mynd dagsins vćri tengd Skólaţingi Mosfellsbćjar sem ég tók ţátt í, nú í morgun. Skólaţingiđ var haldiđ í Lágafellsskóla og stóđ frá kl. 9-12. Hugmyndin var ađ ţetta vćri skemmtileg morgunstund ţar sem bćjarbúar Mosfellsbćjar, sem hefđu áhuga á skólamálum, gćtu látiđ til sín taka í vinnuhópum og haft ţannig áhrif á stefnu Mosfellsbćjar í skólamálum til framtíđar. Ég tók ađ mér ađ stýra einum vinnuhópi og hafđi í för međ mér Ólínu Margeirs nágranna sem ritara hópsins. Okkar hópur fékk ţrjár spurningar til ađ vinna međ, t.d. hvernig geta grunn- og leikskólar í Mosfellsbć veriđ í fremstu röđ og hvernig viljum viđ sjá Listaskóla Mosfellsbćjar í framtíđinni. Skólaţingiđ var mjög skemmtilegt og tíminn í vinnuhópnum hreinlega flaug áfram. Alls mćttu tćplega 100 manns á ţessa áhugaverđu tilraun bćjaryfirvalda sem ég fagna mjög.
Mynd dagsins er af Skólaţing Mosfellsbćjar í dag. Eftir hópastarf var ţátttakendum smalađ saman, ţinginu slitiđ formlega og fólki hleypt út í sólina. Viđ ţingslitin komu börn af leikskólanum Reykjakoti og sungu fyrir ţingfulltrúa en myndin er einmitt tekin viđ ţađ tćkifćri. Hefđi reyndar viljađ hafa hér mynd úr hópastarfinu fyrr um morguninn en steingleymdi ţá ađ taka mynd svo ţessi verđur ađ duga sem minning frá fyrsta Skólaţingi Mosfellsbćjar sem ég tek ţátt í!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.