15.5.2009 | 22:29
Sól og sumar í Haukadalsskógi
Föstudagur 15. maí 2009
Í dag fórum við fjölskyldan í vorferð "gigtarteymisins" á Reykjalundi. Inga er að vinna á Reykjalundi og er meðlimur þessa þverfaglega teymis á stofnuninni. Rúmlega 20 manns voru í ferðinni sem heitið var í Haukadalsskóg við Geysi. Það er ekki hægt að segja annað en veðrið hafi aldeilis leikið við okkur - sól og brakandi blíða í skjólinu sem oftast er í skóginum. Eftir gönguferð um skóginn og viðeigandi nestispásur var haldið í næsta dal er Helludalur heitir. Einn í hópnum að byggja þar sumarbústað sem við heimsóttum. Þar fengum við kakó og aðra hressingu og fórum í leiki áður en haldið var aftur heim í Mosfellsbæinn.
Mynd dagsins er af hópnum í gönguferð í Haukadalsskógi. Mjög fínn og skemmilegur hópur. Sérstaklega ánægjuleg ferð á besta degi sumarsins (hingað til)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.