13.5.2009 | 23:34
Aðalfundur Mosfells
Miðvikudagur 13. maí 2009
Í kvöld fór ég á aðalfund Kiwanisklúbbsins Mosfells hér í Mosfellsbæ. Ég var nýlega plataður til að prufa að ganga í þennan klúbb og líkar það bara ágætlega. Ég hef reyndar ekki mætt mjög vel á fundi sem haldnir eru á 2 vikna fresti í Hlégarði. Í kvöld var semsagt aðalfundur og ég lét mig ekki vanta.
Mynd dagsins er frá aðalfundinum. Félagar eru um 25 og við vorum 19 á fundinum í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.