It is true - Áfram Ísland!

Þriðjudagur 12. maí 2009

Það er nú bara ekki annað hægt en að fjalla um Júróvisíon í dag. Jóhanna Guðrún "okkar" stóð sig alveg hreint glæsilega. Við fjölskyldan ákváðum að halda júróvisión partý. Við komum saman framan við sjónvarpið og horfðum á lögin í undankeppninni. Inga eldaði pizzu sem sló alveg í gegn hjá heimilisfólkinu. Fyrirfram var ég ekkert sérlega bjartsýnn á gott gengi Íslands en eftir að hafa horft á undankeppnina hefði ég orðið illa svekktur ef við hefðum ekki komist áfram. Jóhanna Guðrún var með þeim bestu ef ekki sú allra besta í kvöld. Mér fannst reyndar þessi undankeppni reyndar óvenju lélég en kannski er maður bara að verða gamall Smile - En allaveganna: Jóhanna Guðrún stóð sig stórglæsilega og það var gaman að fagna þegar fáni Íslands kom loksins upp úr umslaginu - því síðasta sem var í boði. Spennandi laugardagur með spennandi úrslitakeppni framundan!

IMG_0389[1]

Mynd dagsins er af fjölskyldunni í Júróvisión-partý að borða pizzu. Jóna systir Ingu var í heimsókn og við horfðum saman á undankeppnina, gríðarlega stolt af Jóhönnu og Íslandi Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad hefdi nú verid gaman ad vera í tessu partíi!!!

gudrun Ingimars (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband