Foreldrafundur og spennandi sumar framundan

Mánudagur 11. maí 2009

Það er alveg óhætt að fullyrða að birgðir heimilisins af sólarvörn voru ekki mikið hreyfðar í dag. Bullandi rigning allan daginn þannig að varla var hægt að fara út þó ekki væri kalt. Í kvöld fór ég á foreldrafund hjá 4. flokki í knattspyrnudeild Aftureldingar þar sem Ágúst Logi er að æfa. Það var ágætis mæting foreldra en umræðuefnið var heimsókn frá sænsku liði til okkar í Mosfellsbæinn nú í seinni hluta maí-mánaðar (þar sem við foreldrar þurfum að vera dugleg að hjálpa til) og leikir og mót sumarsins. Lögð var fram leikjaskrá sumarsins sem er mjög þægileg - reyndar þarf að fara til Vestmannaeyja að keppa en það verður bara gaman. Auk hefðbundinna leikja í Íslandsmótinu verður í lok júlí farið á Rey-Cup, 5 daga mót sem haldið er af Þrótti í Laugardalnum og á öðrum knattspyrnuvöllum þar í kring.

IMG_0385[1]

Mynd dagsins er af foreldrafundinum í kvöld. Í forgrunni eru Bjarki þjálfari og Hanna Símonar "ofur-mamma" í boltanum að fara yfir málin fyrir okkur foreldrana - sannarlega spennandi knattspyrnusumar framundan hjá Ágústi Loga og strákunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband