11.5.2009 | 00:45
Góðir sigrar og vöffluát
Sunnudagur 10. maí 2009
Við fjölskyldan áttum mjög rólegan dag, í dag. Helsta verkefnið var að við fjölskyldan fórum niður á Varmárvöll upp úr hádeginu og fylgdumst með Ágúst Loga keppa með 4. flokki Aftureldingar við Selfoss. Ágúst keppti bæði með A og B-liðum þannig að dágóð stund fór í þetta. Afturelding náði mjög góðum úrslitum í báðum leikjum. Ágúst kom varla við boltann í hvorugum leiknum en hann er markmaður Aftureldingar. Þegar heim var komið smellti húsMóðirin í vöfflur sem fjölskyldumeðlimir sporðrenndu með bestu lyst. Af því að það er nú mæðradagurinn í dag er rétt að taka fram að húsmóðirin var alveg hreint svakalega dugleg í garðyrkjustörfum í dag!
Mynd dagsins er að Ágústi Loga að keppa í dag. Myndin er nokkuð lýsandi fyrir þátttöku hans í leikjum dagsins. Það var mikil einstefna að marki andstæðinganna í báðum leikjunum og Ágúst var áhorfandi mest allan tímann - það er nú samt bara ágætt stundum að vinna stóra sigra
Athugasemdir
Tú ert nú alveg draumur!!!
Gaman ad fá ad lesa um daglegt líf í Mosó
à örugglega eftir ad líta oft vid
Gudrún
Gudrún móda (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.