10.5.2009 | 12:27
Laugardagskvöld í góđum hópi
Laugardagurinn 9. maí 2009
Ég var nokkuđ lengi ađ velja hvađa mynd ćtti ađ vera í dag enda nokkrir skemmtilegir möguleikar í bođi. Í morgun vorum viđ Inga međ Magnús Árna í útskriftartíma í íţróttaskóla barnanna í íţróttahúsinu ađ Varmá. Magnús Árni hefur veriđ fastagestur á laugardagsmorgnum síđan hann var tćplega 3ja ára en í dag var semsagt útskriftartíminn, allra síđasti íţróttaskólatíminn. Ţar sem margar skemmtilegar myndir af Magnúsi Árna hafa orđiđ fyrir valinu síđustu daga ákvađ ég ađ myndin í dag ćtti frekar ađ tengjast kvöldinu. Ţá fórum viđ Inga međ mjög góđum vinum út ađ borđa og svo í leikhús á eftir. Mjög ánćgjulegt kvöld og ţessi góđi hópur, sem međal annars myndar skemmtilegan matarklúbb, hittist bara allt of sjaldan.
Mynd dagsins er tekin á veitingastađnum Red Chili á Laugarvegi. Á eftir fórum viđ í Borgarleikhúsiđ og sáum leikritiđ "Ökutímar". Ansi hreint magnađ stykki! Á myndinni eru frá vinstri til hćgri: Heida, Sigrún, Hafdís, Inga, ég, Sćvar, Ástţór og Erlingur.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.