Loksins Mr Skallagrímsson

Föstudagur 8. maí 2009

Í kvöld fór ég í Landnámsetrið í Borgarnesi að sjá leikritið Mr Skallagrímsson. Mörg undanfarin ár höfum við Anna tengdamamma haft þann skemmtilega sið að fara saman í leikhús á vordögum og víða farið í því samhengi með misstóru föruneyti. Lengi hefur verið á stefnuskránni hjá mér að sjá leikritið Mr Skallagrímsson sem hlaut 2 eða 3 Grímuverðlaun 2007. Þegar ákveðð var að sýna nokkrar lokasýningar nú í vor, biðum við ekki boðanna og stukkum af stað til að ná í miða. Mr Skallagrímsson stóð sannarlega undir væntingum, alveg frábær og skemmtileg sýning. Benedikt Erlingsson fer hreinlega alveg á kostum í þessu og engin furða að leikritið skuli hafa verið sýnt í nokkur ár (að vísu með hléum). Fimm stjörnu sýning!

IMG_0341[1]

Mynd dagsins er af þeim fríða flokki kvenna sem ég fékk að fylgja á sýninguna Mr Skallagrímsson. Myndin er tekin í Landnámssetrinu. Frá vinstri: Anna tengdamamma, Anna Dagbjört systurdóttir Ingu, Bryndís frænka og Inga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband