8.5.2009 | 00:30
Fararstjóranámskeið hjá Ferðafélaginu
Fimmtudagur 7. maí 2009
Í kvöld fór á fararstjóranámskeið hjá Ferðafélagi Íslands. Ég hef nokkur undanfarin ár fiktað við að vera fararstóri í einstaka gönguferðum, aðallega ásamt Ingimar tengdapabba. Þetta er mjög gaman og í sumar ætlum við að taka að okkur að vera fararstjórar í a.m.k. einni ferð um "Laugaveginn." Á námskeiðinu í kvöld voru 20-30 fararstjórar, sumir nýjir en aðrir með áratuga reynslu. Farið var yfir ýmis hagnýt atriði sem tengjast fararstjórn og góður tími gefinn í umræður þar sem fólk skiptist á skoðunum og reynslusögum. Mjög spennandi námskeið sem kom manni aldeilis í göngugírinn fyrir sumarið.
Mynd dagsins er af mér við gluggann á skrifstofu Ferðafélagsins. Þessi gluggi er nú sérstakur fyrir þær sakir að þar er risastór mynd af okkur Ingu, Kristínu vinkonu okkar og Ástþóri vini okkar ásamt Haraldi Erni fjallagarpi sem tekin er á toppi Hvannadalshnjúks árið 2005 í blíðskaparveðri. Það er ekki oft sem myndir af manni eru stækkaðar í fulla stærð og maður nýttur sem fyrirsæta. Það var því tilvalið að eiga eina mynd af afrekinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.