99 ára og keyrir ennþá bíl

Laugardagur 2. maí 2009

Dagurinn í dag má með sanni kallast laugardagurinn langi. Við Inga erum ásamt mosfellska gönguhópnum að bíða eftir góðu veðri til að ganga á Hvannadalshnjúk. Fljótlega eftir að við vöknuðum á gistiheimilinu Hvoli kom í ljós að besta veðrið til að ganga á hnjúkinn yrði líklegast að fara upp úr miðnætti og byrjað yrði að ganga milli 1 og 2 um nóttina. Dagurinn fór því aðallega í að bíða og hvíla sig vel fyrir gönguna miklu. Um miðjan dag skellti hópurinn sér þó í skoðunarferð á Núpsstað sem er í næsta nágrenni við gisitiheimilið. Þar er gömul kapella og bæjarstæði í ótrúlega fallegu umhverfi - eitt það fallegast á landinu. Ekki spillti svo fyrir að ábúandinn, Filippus Hannesson kom og heilsaði upp á okkur - kappinn verður 100 ára í desember, keyrir bíl og er allur hinn hressasti.

IMG_0254[1]

Mynd dagsins er af Filippusi ábúanda á Núpsstað fyrir utan íbúðarhúsið sem byggt var upp úr 1920. Filippus kom keyrandi heim að bænum þegar við vorum þarna að skoða svæðið. Mjög gaman að tala við karlinn sem var alveg ótrúlega hress - heyrði vel og var hnyttinn í tilsvörum, ekki hægt að sjá að hér væri 99 ára maður á ferð. Hvet alla til að stoppa á Núpsstað og ganga um svæðið - mjög fallegt og skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband