Pizzupartý á Klaustri

Föstudagur 1. maí 2009 

Í dag var langt í hann austur á land til móts við sjálfan Hvannadalshnjúk sem á að smella sér upp á, á morgun eða sunnudag - stefnir nú reyndar frekar í sunnudag. Við Inga erum að fara ásamt tæplega 40 manna hópi sem tengist Mosfellsbæ með ýmsum hætti, grunnurinn er þó starfmenn Mosfellsbæjar. Lögðum af stað með rútu um hádegi og munum gista í gistiheimilinu Hvoli sem staðsett er milli Kirkjubæjarklausturs og Skaftafells.

IMG_0221[1] 

Mynd dagsins er frá kaffihúsinu Systrakaffi sem staðsett er á Kirkjbæjarklaustri. Eftir að hafa komið á gististað um klukkan fimm fór hluti hópsins á Kirkjubæjarklaustur að fá sér eitthvað gott í svanginn fyrir gönguna miklu - flestir fengu sér pizzu sem bragðaðist mjög vel. Við Inga erum þarna í góðum hóp göngufólks.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband