1.5.2009 | 01:42
Garðbæingar teknir í bakaríið!
Fimmtudagur 30. apríl 2009
Mjög margt var að gerast hjá mér í dag sem hefði verið vert að skrifa um. Ákvað hins vegar að velja handboltaleik sem við Magnús Árni fórum á í kvöld í íþróttahúsinu að Varmá. Þar fór fram annar leikur Aftureldingar og Stjörnunar úr Garðabæ, í umspili um laust sæti í úrvalsdeild karla. Stjarnan hafði unnið fyrsta leikinn og því var að duga eða drepast fyrir okkur Mosfellinga, því með tapi væri Stjarnan í úrvalsdeild en við sætum eftir. Það var gríðarleg stemming á Varmá í kvöld - troðfullt hús af fólki, örugglega yfir 500 manns. Piltarnir í Aftureldingu voru hvattir til dáða. Þeir stóðu sannarlega undir væntingum og tóku Garðbæinga í bakaríið. Lokatölur voru 32-22. Liðin þurfa því að spila þriðja leikinn, hreinan úrslitaleik um hvort liðið verður í úrvalsdeild næsta keppnistímabil.
Mynd dagsins er úr íþróttahúsinu að Varmá í kvöld. Við Magnús Árni mættum frekar seint á leikinn og þurftum að standa aftast í troðfullu íþróttahúsinu. Ég valdi þessa mynd því hún endurspeglar voandi öll lætin, hitan og þrengslin sem voru á leiknum en gerðu þessa upplifun einmitt svo skemmtilega
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.