29.4.2009 | 00:32
Jómfrúarferđ á Háskólatorgiđ
Ţriđjudagur 28. apríl 2009
Í morgun kom ég í fyrsta skipti inn á Háskólatorgiđ, sem er međ nýjustu byggingum Háskóla Íslands. Torgiđ opnađi fyrir rúmu ári og tengir saman gamalgrónar byggingar á Háskólasvćđinu viđ Norrćna húsiđ. Ég hef ekki átt erindi ţarna fyrr en í morgun, en ţá fór á eg fyrirlestur í byggingunni Gimli, sem er ný og er hluti af torginu. Um var ađ rćđa frćđslufund á vegum félagsins Stjórnvísis, ţar sem Eggert Birgisson ráđgjafi hjá Capacent, fjallađi um ýmis hagnýt atriđi varđandi áćtlanagerđ og hlutverk áćtlana í markvissri framkvćmd stefnu. Semsagt, vinnutengdur fundur. Eftir ágćtis fyrirlestur skođađi ég mig ađeins um á Háskólatorginu enda eyddi mađur ófáum stundum í lok síđustu aldar á lesstofum og í byggingum Háskólans. Háskólatorgiđ virkar mjög sniđug bygging sem heppnast hefur vel. Mjög gaman ađ koma ţarna og fékk mann heldur betur til ađ hugsa til skemmtilegra skóladaga.
Mynd dagsins tók ég á Háskólatorginu og sýnir námsfúsa stúdenta ađ lćra - líklegast fyrir próf Sjálfur hefur mađur veriđ í ţessum sporum ansi oft - mjög skemmtilegur tími ţó stressiđ sé stundum yfir međallagi
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.