Lokaundirbúningur fyrir Hnjúkinn!

Mánudagur 27. apríl 2009 

Á föstudaginn stendur til að við hjónin örkum upp á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk. Þetta er í annað sinn sem við förum en árið 2005 gengum við á tindinn í sól og blíðu með Ferðafélaginu undir handleiðslu Haraldar Arnar fjallagarps.  Nú erum við í um 40 manna hópi sem að mestu leyti er úr Mosó: starfsfólk Mosfellsbæjar, hópur fullorðinna skáta úr bænum og ýmsir fylgifiskar. Við tilheyrum síðastnefnda hópnum. Í dag var boðað til lokaundirbúningsfundar þar sem farastjórar fóru yfir málin enda verður allt að vera klárt þegar stóra stundin rennur upp. Reyndar fór mesta púðrið í að ræða veðurspána en eins og er, er spáin mjög óspennandi fyrir föstudag og laugardag sem áttu að verða göngudagarnir okkar (föstudagur aðal göngudagur en laugardagur til vara). Við fengum því þau skilaboð að vera við öllu búin um helgina og ekkert víst að við förum úr Mosó á fimmtudagskvöldið eins og upprunalegt plan segir. Þetta kemur bara allt í ljós en maður er að verða spenntur Smile

IMG_0197[1]

Mynd dagsins er af undirbúningsfundi með farastjórunum fyrir Hvannadalshnjúksferðina: þeim Hirti Skagamanni og Pétri nafna mínum sem eru þarna að svara spurningum ferðalanganna en flestir í hópnum voru mættir á fundinn. Á borðinu fyrir framan þá er landakortið með gönguleiðinni. Magnús Árni stökk svo svona skemmtilega inn í forgrunninn en hann fékk að fara með á fundinn þó hann verði fjarri góðu gamni í göngunni sjálfri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband