26.4.2009 | 20:56
Kardimommubærinn klikkar ekki!!!
Sunnudagur 26. apríl 2009
Við fjölskyldan smelltum okkur í Þjóðleikhúsið og sáum Kardimommubæinn í dag. Eins og við var að búast var þetta alveg glæsileg sýning sem hægt er að mæla með fyrir alla; kerlingar og karla. Mjög vel útfærð og mikið lagt í sviðsetningu og fjör - og þjónar alveg tilgangi sínum að hrífa mann með. Ekki spillti svo fyrir að við vorum á 4. bekk fyrir miðju sem reyndist svo vera fremsti bekkur vegna hljómsveitargryfjunnar. Það er því óhætt að segja að við höfum fengið Kardiommubæinn beint í æð. Líkt og með "Dýrin í Hálsaskógi" er þetta ótrúlega tímalaust leikrit og verður örugglega sett upp að 10-15 árum liðnum sem hefur verið tíðnin á uppsetningum á þessum frábæru leikritum.
Myndin í dag sýnir Ingu og strákana í Þjóðleikhúsinu - allir klárir í slaginn fyrir Kardimommubæinn sem klikkaði ekki!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.