Kosningar

Laugardagur 25. apríl 2009 

Gærdagurinn skartað sínu fegursta. Glæsilegt veður og vor í lofti. Þó frúin hafi dregið mig tvisar upp og niður Esjuna, held ég nú að kosningarnar verði að teljast hápunktur dagsins. Við hjónin mættum nú ekki á kjörstað í Lágafellsskóla fyrr en um kvöldmarleytið. Þessi tímasetning var nokkuð þægileg því engin röð var í okkar kjördeild þegar við gengum í hús. Við tókum Magnús Árna með okkur, held að það sé hluti af uppeldinu að leyfa börnunum að mæta á kjörstað. Það var létt yfir fólki í kjördeild 3 sem gaf Magnúsi ópal meðan við Inga smelltum okkur inn fyrir tjöld kjörklefanna til að setja niður X-ið.

 IMG_0193[1]

Mynd dagsins er tekin af Magnúsi Árna sem er greinilega hinn efnilegasti ljósmyndari, amk sjást andlitin á okkur báðum. Myndin sýnir okkur foreldrana greiða atkvæði og að sjálsögðu kusum við bæði rétt Smile 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband