Bæjarstjórnin bökuð!

Fimmtudagurinn 4. september 2014

Eftir hádegið í dag tók ég þátt í skemmtilegum viðburði í vinnunni. Þá fór fram árlegt púttmót milli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og heimilisfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Keppt er um farandbikar og skemmst er frá því að segja að mitt fólk hefur alltaf unnið.

Þrátt fyrir að ný bæjarstórn hafi verið kosinn í Fjörðinn í vor og hún hafi mætt með nýjan bæjarstjóra fremstan í flokki til þessarar keppni (eitt hans allra fyrsta embættisverk) urðu engin óvænt úrslit nema þá helst að sigur Hrafnistu hafi verið óvenju stór þetta árið. Við áttum nefnilega þrjú efstu sætin í bæði karla- og kvennaflokki og þar með farandbikarinn vísan en eitt árið.

Dagurinn var hins vegar hinn ánægjulegasti og veðrið var ljómandi fínt. Auðvitað er þetta allt til gamans gert og allir skemmtu sér vel.

púttmót hafnarfjörður 

Mynd dagsins er af undirrituðum og Haraldi, nýjum bæjarstjóra Hafnarfjarðar, að takast á um farandbikarinn sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar og heimilsfólk Hrafnistu keppa um árlega í púttmóti. Venju samkvæmt var bæjarstjórnin bökuð í þessri keppni og bikarinn er enn eitt árið geymdur á Hrafnistu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband