Afmæli á bæjarhátíð!

Laugardagurinn 30. ágúst 2104.

Í dag er bæjarhátíð Mosfellsbæjar, "Í túninu heima", í algleymi. Það stendur því mikið til en auk hefðbundinnar dagskrár verður götugrill hjá okkur. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að húsfreyjan á heimilinu, á afmæli í dag þó hún sér reyndar að vinna frá kl 8-20.

Dagurinn hófst reyndar mjög snemma eða kl 04:15. Þá var afmælisbarnið vakið af öðrum fjölskyldumeðlimum með söng, gjöfum, afmælisköku og blómum. Við höfum þann skemmtilega fjölskyldusið að þeir sem eiga afmæli eru alltaf vaktir af hinum fjölskyldumeðlimunum með söng, gjöfum, kertum og kökum. Ástæðan fyrir þessum ókristilega vakningatíma í dag var sú að ég tók að mér að skutla fumburðinum, Ágústi Loga, og Arnari vini hans út á flugvöll þar sem þeir héldu af stað í 4 daga ævintýraferð til Kaupmannahafnar. Afmælissöngurinn tókst vel og meðan við feðgar reyndum til Keflavíkur sofnuðu aðrir fjölskyldumeðlimir vært aftur.

Þegar leið á daginn fór ég með Magnúsi Árna og Svandísi Erlu að kíkja á nokkra dagskrárliði bæjarhátíðarinnar, meðal annars að smakka nokkra kjúklingarétti. Við vorum svo komin heim í götuna seinni partinn en þá komu nágrannarnir saman og héldu götugrill í blíðunni með miklum glans. Búið að var að setja upp tjald yfir borðhaldið en auk þess var börnunum boðið upp á risa hoppukastala og kandíflosvél var á staðnum. Þetta tókst allt ljómandi vel og gaman var að hitta nágrannana.

Um kvöldið var svo afmælisbarnið komið heim aftur og þá var haldið á glæsilega stónleika á bæjartorginu hér í Mosó þar sem Pollapönk, Páll Óskar, Diddu, Jógvan og Kaleo komu fram ásamt fleirum. Þar sem Magnús Árni var frekar slappur eftir brot gærdagsins (sjá færslu gærdagsins) og Svandís Erla hafði mestan áhuga á að sjá Pollapönk (burtu-með-fordóma-mennina) fórum við snemma heim af tónleiknum og nutum afmæliskvöldsins í rólegheitum.

INga afmæli 

Mynd dagsins er af Ingu afmælisbarni dagsins með Svandísi Erlu í fanginu. Þarna eru við á stórtónleikum á bæjartorginu í tilefni af bæjarhátíðinni "Í túninu heima" sem fram fór um helgina. Svo verður auðvitað að hafa eina mynd úr götunni en þarna er verið að undirbúa götugrillveislu dagsins sem fram fór í blíðskaparveðri. Skemmtilegur dagur Cool 

Götugrill 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband