14.8.2014 | 23:17
Stormurinn stutti
Fimmtudagurinn 14. ágúst 2014
Nýlega áskotnaðist okkur í fjölskyldunni nýtt fjölskylduspil. Við erum töluvert mikið fyrir að spila og því var gaman að fá nýtt spil, sérstaklega þar sem það gengur alveg fyrir þriggja ára og eldri.
Spilið heitir Litle Storm (veit ekki íslenskt nafn) sem kalla mætti Stormurinn stutti. Þetta er einfalt og skemmtilegt spil sem öll fjölskyldan getur spilað.
Mynd dagsins er af okkur Svandísi Erlu og Magnús Árna að spila nýja spil fjölskyldunnar um Storminn stutta (Litle Storm) sem er bara hin ágætasta skemmtun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.