11.8.2014 | 23:29
Út að borða!
Mánudagurinn 11. ágúst 2014
Dagurinn í dag er líklega besti dagur sumarins hingað til, amk hér í Mosfellsbænum. Það átti því vel við að þetta væri fyrsti vinnudagurinn minn eftir gott sumarfrí. Veðrið var þó ennþá brakandi gott þegar ég kom heim þannig að það var ýmislegt hægt að gera til að njóta veðurblíðunnar þó ég hafi verið meira og minna innilokaður allan daginn.
Mynd dagsins er tekin í sólinni í kvöld þar sem við fjölskyldan erum úti að borða kvöldmatinn í orðsins fyllstu merkingu. Því miður hefur sumarið verið þannig að það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að borða úti í sumar, en við nýttum tækifærið sannarlega í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.