Algerir sykurpúðar!

Mánudagurinn 4. ágúst 2014

Þá er Verslunarmannahelgin á enda þetta árið. Við fjölskyldan höfum verið í miklu fjöri en góðu yfirlæti í Biskupstungum (sjá færslur síðustu daga).

Í dag var fínasta veður og í hádeginu var ákveðið að grilla sykurpúða. Það er alveg klassískt hjá yngri kynslóðinni þó ég verði að viðurkenna að þessi réttur þyki mér ekki góður. Að loknu sykurpúðaáti var kominn tími á að pakka niður Verslunarmannahelginni. Á leiðinni heim var komið við í Reykholti hjá höfðingjanum Hauki Daðasyni og svo kíkt kaffi í Miðhúsaskógi hjá kunningjum okkar Berglindi og Rikka sem þar eru að reisa sumarhús.

sykurpúðar 

Mynd dagsins sýnir afkvæmin Svandísi Erlu og Magnús Árna að grilla sér sykurpúða í hádeginu í dag. Fínn endir á flottri helgi að gúffa í sig ljúffengum sykurpúðum. Það var því ánægð en velþreytt fjölskylda sem skreið inn um dyrnar hér heima um kvöldmatarleitið í kvöld - glæsileg helgi að baki Cool  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband