6.8.2014 | 15:56
3.858 skrúfur!
Föstudagurinn 1. ágúst 2014
Undanfarið hef ég verið að vinna endurbótum á pallinum við húsið hjá okkur. Það hefur ekki verið vanþörf á því hann þarf bæði að skrúfa allan upp á nýtt og mála. Við höfum verið að dúllast við þetta í sumar og gengið hægt (en örugglega). Nú undir kvöld urðu þau tímamót, að þó ennþá sé eftir að mála hluta af pallinum, er búið að skrúfa allar skrúfurnar í!
Manús Árni hefur fylgst með skrúfupakkafjallinu nú í sumar sem hefur farið lækkandi smá saman. Hann var ekki lengi að telja skrúfurnar sem hafa farið í þetta en 39 pakkar (með 100 skrúfum hver) hafa verið notaðir til verksins. Með því að telja skrúfurnar sem eftir eru í síðasta pakkanum komst nákvæm tala á verkefnið (við erum ekki það miklir nördar að við höfum verið að telja þetta jafnóðum ) þó einhverju smávægilegu getið skeikað þar sem það gæti verið að nokkrar skrúfur hafi týnst í verkferlinu.
Mynd dagsins er tekin í garðinum hjá okkur í dag þar sem ég er að skrúfa síðustu skrúfurnar í endurbótaferlinu á pallinum okkar - 3.858 skrúfur takk!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.