31.7.2014 | 23:58
Hvanneyri City
Miðvikudagurinn 30. júlí 2014
Í kvöld erum við stödd á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar er árleg útilega hjá saumklúbbssystrum hennar Ingu og fjölskyldum. Inga er frá Hvanneyri og þar sem tæplega hálfur saumaklúbburinn býr þar, er vel við hæfi að hittast þar. Þó það hafi verið sól og blíða í höfuðborginni í dag, var ekki alveg það sama upp á teningnum á Hvanneyri í dag og kvöld. Kaldur vindur sá til þess að þeir sem voru úti þurftu að klæða sig vel.
Venju samkvæmt var mikið fjör hjá okkur, bæði ungum sem þeim eldri. Auðvitað var grillað saman og margt fleira gert sér til gamans. Það er sjaldgæft að almennt sé farið snemma að sofa þegar þessi hópur hittist og þessi "hittingur" var engin undantekning. En alveg rosalega gaman
Mynd dagsins er tekin á Hvanneyri í Borgarfirði nú í kvöld. Þarna er verið að snæða kvöldverð og á myndinni eru flestir af þeim sem mættu í fjölskylduútileguna hjá saumaklúbbnum hennar Ingu. Flest höfum við þekkst í yfir 20 ár þannig að það er allt mikið líf og fjör þegar þessi hópur kemur saman. Frábært kvöld (og nótt) með frábærum hópi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.