30.7.2014 | 13:31
Ísinn á Erpsstöðum!
Þriðjudagur 29. júlí 2014
Í dag erum við fjölskyldan á heimleið eftir að hafa verið síðustu daga í heimsókn í Dölunum, í góðu yfirlæti. Við skoðuðum ýmislegt á leiðinni og meðal annars var stoppað á búinu Erpsstöðum í Dölum. Erpstaðir, hafa á síðustu árum getið sér gott orð fyrir ísgerð.
Það var því ekki annað hægt en að koma við og fá aðeins að smakka. Svandís Erla fékk sér vaniluís en Magnús Árni með piparmyntu meðan við foreldranir nörtuðum í osta. Gaman að koma þarna.
Mynd dagins er tekin á býlinu Erpsstöðum í Dalasýslu. Þarna er mikil ísgerð og hægt að stoppa til að smakka á framleiðslunni, skoða dýrin og ýmsilegt fleira.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.