Sjósund í kvöldsólinni!

Mánudagurinn 28. júlí 2014

Rétt eins og í gær, erum við fjölskyldan stödd við Hvammsfjörð í Dalasýslu, þar sem við erum í heimsókn hjá Jóhönnu og Elvari, vinafólki okkar.

Dagurinn í dag var alveg frábær og ýmislegt brallað. Eftir góðan bíltúr og flotta gönguferð um svæðið, var undir kvöld heilum hellingi af kjöti skellt á grillið. Svo var smávægileg brenna sett í gang. Þar sem kvöldsólin var falleg og landið skartaði sínu fegursta, var ákveðið að krakkarnir fengju að sigla aðeins og busla í sjónum. Sjórinn var alveg merkilega heitur (eða öllu heldur lítið kaldur) svo þetta var bara gaman. Nokkuð er af sel á svæðinu og einn þeirra hafði sérstakan áhuga á tilþrifum okkar mannanna. Eftir að ég hafði tekið nokkur sundtök var haft á orði að hægt væri að sjá bæði hval og sel á sama tíma, hvað sem það á nú að þýða Cool

Sjósund 

Mynd dagsins er tekin nú í kvöldsólinni þar sem horft er yfir Hvammsfjörð og Breiðafjörð. Sumir stóðust ekki mátið og skelltu sér í siglingu á gúmíbátum en aðrir syntu í Hvammsfirðinum. Magnús Árni, Ástmar og Heiðmar voru einstaklega duglegir við sundið en á myndinni sjáumst við Magnús Árni ásamt Heiðmari sem er á sundi í björgunarvestinu fremst á myndinni. Eins og geta má, að var mjög gaman í kvöld og til gamans kemur ein aukamynd af strákunum að leika sér við varðeld kvöldsins enda kvöldið rosalega fallegt Cool

varðeldur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband