30.7.2014 | 13:13
Krækiberin komin!
Sunnudagurinn 27. júlí 2014
Í dag er við fjölskyldan komin í Dalasýsluna. Þar erum við, nánar frá sagt, stödd á Harastöðum við Hvammsfjörð þar sem við erum að heimsækja Elvar og Jóhönnu vinafólk okkar.
Harastaðir, er staðsettir á Fellströnd með glæsilegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. Tíðin hefur verið mjög góð og veðrið fínt í sumar. Þarna er nú allt krökkt af krækiberjum og því var vel við hæfi að farið væri í smá berjamó.
Mynd dagins er tekin eftir berjaferð dagsins við Hvammsfjörð í Dölum, þar sem við erum í heimsókn hjá Jóhönnu og Elvari vinafólki okkar. Þarna eru Magnús Árni og Svandís Erla, ásamt bræðrunum Ástmari og Heiðmari, öll heldur betur kampakát með afrakstur af krækiberjatýnslu dagsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.