Krækiberin komin!

Sunnudagurinn 27. júlí 2014

Í dag er við fjölskyldan komin í Dalasýsluna. Þar erum við, nánar frá sagt, stödd á Harastöðum við Hvammsfjörð þar sem við erum að heimsækja Elvar og Jóhönnu vinafólk okkar.

Harastaðir, er staðsettir á Fellströnd með glæsilegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. Tíðin hefur verið mjög góð og veðrið fínt í sumar. Þarna er nú allt krökkt af krækiberjum og því var vel við hæfi að farið væri í smá berjamó.

Berjamó 

Mynd dagins er tekin eftir berjaferð dagsins við Hvammsfjörð í Dölum, þar sem við erum í heimsókn hjá Jóhönnu og Elvari vinafólki okkar. Þarna eru Magnús Árni og Svandís Erla, ásamt bræðrunum Ástmari og Heiðmari, öll heldur betur kampakát með afrakstur af krækiberjatýnslu dagsins Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband